Yfirgnæfandi meirihluti kaus með vopnahléi

153 lönd af 193 kusu með tillögunni.
153 lönd af 193 kusu með tillögunni. AFP

Yfirgnæfandi meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal Ísland, greiddi atkvæði með ályktun um tafarlaust vopnahlé á Gasaströndinni. 

Á þinginu eru alls 193 lönd en 153 þeirra kusu með tillögunni. Tíu lönd, þar á meðal Bandaríkin og Ísrael, greiddu atkvæði gegn tillögunni en 23 lönd sátu hjá. 

Neyðarumræðan í dag var haldin í kjölfar þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ekki ályktun um vopnahlé en þá beittu Bandaríkin neitunarvaldi.

Til samanburðar hafa 140 lönd reglulega greitt atkvæði með ályktunum um að fordæma innrás Rússa í Úkraínu.

Ísland kaus vopnahlé

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greinir frá því á Facebook að Ísland hafi greitt atkvæði með tillögunni.

Greint hefur verið frá því að íslensk stjórnvöld hafi lýst yfir stuðningi sínum við tillögu Antonio Guterres, framkvæmdastjóra SÞ, um að krefja öryggisráðið um viðbrögð.

Katrín átti fund með Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu, fyrr í kvöld þar sem hún greindi frá samþykkt Alþingis um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert