Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi

Frá fundi öryggisráðsins.
Frá fundi öryggisráðsins. AFP/Yuki Iwamura

Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn tillögu um tafarlaust vopnahléi á Gasa á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi. 

At­onio Guter­res, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, boðaði til neyðarfundar í öryggisráðinu og virkjaði 99. grein stofn­sátt­mála SÞ um að krefja ör­ygg­is­ráðið um viðbrögð við átök­un­um á Gasa­svæðinu. Þetta er aðeins í annað skiptið sem gripið hef­ur verið til grein­ar­inn­ar.

Þrettán af fimmtán fulltrúum studdu tillöguna. Eins og áður sagði beittu Bandaríkjamenn neitunarvaldi og Bretar sátu hjá. Fimm ríki hafa fast sæti í ráðinu auk neitunarvalds, það eru Bandaríkin, Bretland, Rússland, Frakkland og Kína. Tillagan var sett fram af Sameinuðu arabísku furstadæmunum með stuðningi 97 annarra þjóða.

Kæmi í veg fyrir eyðileggingu Hamas

Sendinefnd Bandaríkjanna sagði að lausnin myndi leiða til þess að hryðjuverkasamtökin Hamas gætu „endurtekið það sem þeir gerðu 7.október“. 

Robert Wood, sem situr í sendinefnd Bandaríkjanna, sagði að lausnin væri „fjarri raunveruleikanum“ og að hún hefði ekki breytt ástandinu á Gasa. 

Robert Wood, sem situr í sendinefnd Bandaríkjanna, í öryggisráði Sameinuðu …
Robert Wood, sem situr í sendinefnd Bandaríkjanna, í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. AFP/Yuki Iwamura

Ísraelsmenn hrósuðu Bandaríkjamönnum fyrir að sitja hjá. Eli Cohen, utanríkisráðherra Ísrael, sagði að vopnahlé hefði komið í veg fyrir eyðingu Hamas sem hefði framið glæpi gegn mannkyninu. 

Hryðjuverkasamtökin Hamas og palestínsk stjórnvöld fordæmdu ákvörðun Bandaríkjamanna. Þau sögðu að ákvörðunin væri „bein þáttaka í þjóðarmorði“.

Árásir Ísraelsmanna á Gasa héldu áfram í dag. Talið er að um 17.500 hafi látist á svæðinu frá því að stríðið hófst 7. október. 

Vara við „óviðráðanlegri spengingu

Íranar vöruðu við „óviðráðanlegri spengingu“ í ástandinu í Mið-Austurlöndum í kjölfar fundarins. 

Hossein Amir-Abdollahian, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, kallaði einnig eftir því að Rafha-landamærin við Egyptaland yrðu opnuð tafarlaust til þess að hægt væri að senda mannúðaraðstoð til Gasa.

Amir-Abdollahian hrósaði Guter­res fyrir að virkja heimild 99. grein­ar stofn­sátt­mála stofn­un­ar­inn­ar. 

Árásir Ísraelsmanna á Gasa héldu áfram í dag.
Árásir Ísraelsmanna á Gasa héldu áfram í dag. AFP/Mahmud Hams
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert