Segir að Ísland sé auglýst sérstaklega í Úkraínu

Birgir Þórarinsson á Alþingi.
Birgir Þórarinsson á Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Miðað við það sem ég hef kynnt mér hvað þetta mál varðar þá er ljóst að sú góða þjónusta og stuðningur sem heyrnarlausum flóttamönnum stendur til boða hér á landi virkar sem aðdráttarafl til landsins,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið, spurður um mögulegar ástæður þess að fjöldi heyrnarlausra hælisleitenda hefur komið hingað til lands undanfarið hálft annað ár, einkum frá Úkraínu.

„Ég þekki ágætlega til í Úkraínu og hef séð á samfélagsmiðlum fyrir heyrnarlausa þar að Ísland er auglýst sérstaklega hvað þetta varðar og nafn og símanúmer hjá tengilið á Íslandi er gefið upp,“ segir Birgir.

Hann segir að taka verði heiðarlega umræðu um þetta tiltekna mál. „Við ráðum ekki við þennan fjölda heyrnarlausra flóttamanna, þeir þurfa mikla og sérhæfða þjónustu sem einungis er veitt takmörkuðum hópi fólks,“ segir Birgir. 

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert