„Þurfum að endurskoða okkar rýmingarvinnu“

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna.
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna. mbl.is/Arnþór

Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að það þurfi að endurskoða rýmingarvinnu þar sem eldgosið við Sundhnúkagíga hófst með skömmum fyrirvara.

Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í Skógarhlíð í dag en auk Víðis voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, og Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, á fundinum.

Löng og erfið gönguleið

Nú hóf að gjósa með skömmum fyrirvara þrátt fyrir að talið hafi verið að það myndi byrja að gjósa með fyrirvara. Hverju breytir það fyrir framhaldið til dæmis varðandi almannavarnir og rýmingaráætlanir?

„Við þurfum að endurskoða okkar rýmingarvinnu í tengslum við þetta. Það er verið að skoða þessi mál eins og hættumatið. Það er augljóst að við verðum að fara yfir þær tímalínur sem við erum að vinna með,“ sagði Víðir við spurningu blaðamanns mbl.is.

Víðir sagði á upplýsingafundinum að ekki standi til að fara út í framkvæmdir við að auðvelda fólki aðgengi á gosinu. Hann sagði gönguleiðin væri bæði löng og afar erfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert