Máttu ekki lækka laun og krefjast endurgreiðslu

Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms um að íslenska ríkið mátti ekki lækka laun dómara og krefjast endurgreiðslu eftir að ríkið taldi þá hafa fengið ofgreidd laun.

Mála­vext­ir eru þeir að ís­lenska ríkið breytti út­reikn­ingsaðferð launa dóm­ara og annarra emb­ætt­is­manna rík­is­ins og lækkuðu launa­kjör þeirra við það. Fjár­sýsla rík­is­ins greindi frá því að laun­in hefðu verið of­greidd um ára­bil.

Héraðsdóm­ur féllst á kröf­ur Ástríðar Grímsdóttur héraðsdómara um að ógilda ákv­arðanir rík­is­ins um að krefja hana um of­greidd laun ásamt því að lækka laun­in henn­ar til sam­ræm­is við breytta út­reikn­ingsaðferð. Ríkið vildi ekki una niður­stöðunni og áfrýjaði mál­inu beint til Hæsta­rétt­ar eft­ir dóm héraðsdóms í mál­inu og tók Lands­rétt­ur það því ekki til meðferðar.

Hæstiréttur dæmdi ríkið einnig til að greiða Ástríði 1,5 milljónir króna í málskostnað.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert