Nýtt hættumat: Auknar líkur á eldgosi

Nýtt hættumat­skort Veður­stof­unn­ar gildir til 5. janúar.
Nýtt hættumat­skort Veður­stof­unn­ar gildir til 5. janúar. Kort/Veðurstofa Íslands

Hættu vegna hugsanlegs hraunflæðis og gasmengunar hefur verið bætt inn í hættumatskort sem Veðurstofa Íslands gaf út í dag. Gildir kortið til 5. janúar að öllu óbreyttu. 

Ástæða breytinganna eru auknar líkur á eldgosi norðan Grindavíkur að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Breytingarnar ná til svæðis númer 4 á kortinu. 

Veðurstofan áréttar að síðasta gos, 18. desember, hófst með mjög skömmum fyrirvara. 

Veðurstofan heldur áfram að vakta svæðið gaumgæfilega allan sólarhringinn og er í beinu sambandi við almannavarnir um stöðu mála, segir loks í tilkynningunni frá Veðurstofu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert