15 ára keyrði á allt að 170 kílómetra hraða

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglumenn veittu 15 ára ökumanni eftirför í Laugardalnum. Á tímabili ók ungmennið á um 160-170 km/klst. 

Í dagbók lögreglu segir að lögreglumenn gáfu ökumanninum stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki. 

Ökumaðurinn jók þá hraðann og upphófst eftirför þar sem ökumaðurinn ók á tímabili á um 160-170 kílómetra hraða. 

Að lokum stöðvaði ökumaðurinn bifreiðina og reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Hann var hins vegar hlaupinn upp og kom þá í ljós að um var að ræða 15 ára einstakling. 

Tveir jafnaldrar ökumannsins reyndust vera með honum í bifreiðinni. 

Málið er nú unnið af lögreglu í samvinnu við barnavernd og foreldrum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert