Fylgstu með veðrinu ganga yfir

Bú­ast má við miklu skafrenn­ing­skófi og að skyggni verði innan …
Bú­ast má við miklu skafrenn­ing­skófi og að skyggni verði innan við 100 metr­ar, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Skjáskot/Windy

Gul viðvörun tekur gildi á suðvestanverðu landinu nú í hádeginu og stendur fram á seinni part, en þá tekur við gul viðvörun á Suðausturlandi sem stendur fram á kvöld. Veðurstofan varar við varasömum ferðaaðstæðum á þessum slóðum vegna dimmra élja og skafrennings.

Bú­ast má við miklu skafrenn­ing­skófi og skyggni verður um tíma um og inn­an við 100 metr­ar, einkum frá Borg­ar­nesi og aust­ur fyr­ir Vík en ekki síst á Suður­nesj­um og á Höfuðborg­ar­svæðinu.

Það brest­ur á með vestanátt 15 til 22 metr­um á sek­úndu suðvest­an­lands um og upp úr há­degi og gera má ráð fyr­ir að slagviðrið gangi yfir á um þrem­ur klukku­stund­um. Bæði verður blint og hætt við veru­legri ófærð jafnt inn­an­bæjar sem og úti á veg­um.

Vegagerðin segir að vetrarfærð verði um allt land í dag og víða verulega skert skyggni, sérstaklega á fjallvegum. Þá er varað við því að milli klukkan 9 og 20 í kvöld gæti vegum verið lokað með stuttum fyrirvara. Biður Vegagerðin vegfarendur um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert