Myndi leyfa Palestínu að keppa í Eurovision

„Það er fullkomlega málefnalegt að setja út á að við séum að taka þátt í keppni þar sem Ísraelum hefur ekki verið meinuð þátttaka með hliðsjón af því fordæmi sem sett var með banni við þátttöku Rússlands.“

Þetta segir Dagbjört Hákonardóttir í umræðu í Spursmálum þar sem þátttaka Íslands í Eurovision barst í tal.

Ósanngjarn samanburður

Spurði þáttastjórnandi þá út í hvort þarna væri ekki um ósambærileg mál að ræða.

„Af hverju ætti það að vera það," segir Dagbjört og bregst við.

- Rússar urðu ekki fyrir árás Úkraínumanna áður en þeir hófu aðgerðir í Úkraínu.

„Við getum alveg verið með það á hreinu að Eurovision er rammpólitísk keppni. Hún hefur verið það síðan hún var fyrst haldin í Sviss árið 1956. Það er bara alveg ljóst að það að halda friðinn er pólitísk ákvörðun og að vilja það og stuðla að því. Þegar ein þjóð sem keppir í Eurovision á þeim grundvelli að ætla sér að vinna þar til verðlauna fyrir besta framlagið þá erum við samt að velja það að horfa fram hjá því að hún á í stríði við undirokaða þjóð, sem ég vil kalla þjóð, og sem mér finnst bara ekkert skrítið að sett sé út á þátttöku Íslands í keppninni af þeim sökum. Og þetta er langt í frá bara til umræðu á Íslandi.“

Styddi þátttöku að sjálfsögðu

- En myndir þú styðja þátttöku Palestínu í keppninni ef það kæmi til greina?

„Að sjálfsögðu. Eða ég meina....“

- Þrátt fyrir hryðjuverkin sem voru framin 7. október?

„Heyrðu. Við höfum bara viðurkennt Palestínu. Ég ætla ekki að. Þetta er bara óraunverulegur raunveruleiki. Get eiginlega ekki svarað því með neinum vitrænum hætti hér og nú.“

- Þannig að ríkið sem fremur hryðjuverkið það má taka þátt í keppninni en ekki ríkið sem bregst við.

Dagbjört Hákonardóttir og Stefán Einar ræddu um þátttöku Íslands og …
Dagbjört Hákonardóttir og Stefán Einar ræddu um þátttöku Íslands og Ísraels í Eurovision. mbl.is/María Matthíasdóttir

Aldrei komið til tals

„Stefán. Við skulum hafa það á hreinu að það hefur aldrei komið til tals fyrir Palestínu að taka þátt í Eurovision en ef til þess kæmi..“

- En þú sagðir að þú myndir styðja þátttöku.

„Heyrðu, hvenær voru síðast kosningar í Palestínu. Það var árið 2006. Hamas er ekki Palestína. Við skulum hafa það alveg á hreinu.“

Viðtali við Dagbjörtu má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Ásamt henni í þættinum var Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi og Poulsen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert