„Nægt fóður í skafrenning“

Veðurkort Veðurstofunnar sem gildir til klukkan 15.
Veðurkort Veðurstofunnar sem gildir til klukkan 15. Kort/Veðurstofa Íslands

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Bliku, segir að veðurspárnar hafi ekki breyst svo að nokkru nemi frá því í gær.

Einar skrifar eftirfarandi á vefsíðuna blika.is:

„Brestur á með V 15-22 m/s suðvestanlands um og upp úr hádegi og stendur í um 3 klst. Mikið skafrenningskóf og skyggni verður um tíma um og innan við 100 metrar. Einkum frá Borgarnesi, austur fyrir Vík í Mýrdal. Ekki síst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Það er nægt fóður í skafrenning og snjórinn fer af stað við þessar aðstæður strax í 10-12 m/s - það höfum við séð í éljahryðjunum í morgun.“ 

Í korti frá Veðurstofunni sem gildir til klukkan 15 sýnir að kjarni vestanáttarinnar hitti á innanverðan Faxaflóa og litlar breytingar hafi orðið á skafrenningsspánni klukkan 15 í dag.

Veðurvefur mbl.is.

Skafrenningsspá sem gildir til klukkan 15.
Skafrenningsspá sem gildir til klukkan 15. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert