Ekki litið til verðs við valið

Svona verður útsýnið yfir Fossvogsbrú frá Kópavogi.
Svona verður útsýnið yfir Fossvogsbrú frá Kópavogi. Ljósmynd/Efla/Beam Architects

Fram kemur í ákvörðun kærunefndar um útboðsmál, að kostnaðaráætlun við hönnunartillögur að brú yfir Fossvog hafi engu skipt við endanlegt val í hönnunarkeppni Vegagerðarinnar um gerð hennar. Keppnin var í tveimur þrepum, en í því fyrra skipti kostnaðurinn sáralitlu við mat á því hvaða tillögur kæmust áfram, en alls engu í hinu seinna.

Upphaflega var gert ráð fyrir að brúin mætti kosta um 2,2 milljarða króna, en Efla hf. lagði fram tillögu fyrir liðlega 4 ma.kr. Nú, innan við þremur árum síðar, er talið að kostnaðurinn nemi 8,8 mö.kr. eða sé fjórfalt meiri en lagt var upp með.

Af ákvörðuninni má ráða að markmið um hagkvæmni hafi litlu skipt og í seinna þrepi keppninnar var 850 milljóna munur á kostnaði dýrastu og ódýrustu tillögunnar alveg látinn liggja milli hluta. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert