Verðmiðinn stendur nú í 8,8 milljörðum

Svona verður útsýnið yfir Fossvogsbrú frá Kópavogi.
Svona verður útsýnið yfir Fossvogsbrú frá Kópavogi. Ljósmynd/Efla/Beam Architects

Kostnaður við gerð Fossvogsbrúar hefur aukist mikið síðustu mánuði. Nýjustu áætlanir gera ráð fyrir 8,8 milljarða króna kostnaði. Í september á síðasta ári var kostnaður metinn 7,5 milljarðar króna.

Nánari útlistun á kostnaði sýnir að áætlaður kostnaður við brúna er 6,7 milljarðar króna en kostnaður við landmótun og yfirborðsfrágang er áætlaður 2,1 milljarður króna.

Rétt er að geta þess að samkvæmt frumdrögum að fyrstu lotu borgarlínu var áætlaður kostnaður við brúna sjálfa 2,25 milljarðar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert