Lætur af störfum hjá Ríkisútvarpinu

Sunna hefur starfað við fjölmiðlun í 15 ár.
Sunna hefur starfað við fjölmiðlun í 15 ár. Samsett mynd

Sunna Valgerðardóttir, frétta- og dagskrárgerðarkona, lætur af störfum hjá Ríkisútvarpinu og byrjar í nýju starfi hjá þingflokki Vinstri grænna.

Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnmálaflokksins.

Sunna hefur starfað við fjölmiðlun síðustu 15 árin. Lengst af hefur hún verið hjá RÚV en hún hefur einnig starfað hjá Fréttablaðinu, Kjarnanum og fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Hún hefur tvívegis unnið til Blaðamannaverðlauna fyrir störf sín, árin 2012 og 2022.

„Það eru ótrúlega spennandi tímar fram undan í pólitíkinni og ég hlakka til að takast á við þá hinum megin borðsins. Blaðamennskunni fylgja þau forréttindi að geta bent á það sem betur má fara og látið svo aðra um að laga. Það er ekki auðvelt að segja skilið við þann dýrmæta skóla sem hefur kennt mér svo margt, en breytingar eru af hinu góða og þessi er tímabær,” er haft eftir Sunnu í tilkynningu VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert