„Ég er for­setafram­bjóðandi, ekki hommi í fram­boði“

„Ég er ein­fald­lega for­setafram­bjóðandi, ekki hommi í fram­boði,“ sagði Bald­ur Þórhallsson á forsetafundi Morgunblaðsins og mbl.is í gærkvöldi.

Stóðu fund­ar­gest­ir allir um leið upp úr stól­um og klöppuðu fyr­ir Baldri.

Þessi orð Baldurs komu sem svar við spurningu fundargests sem rifjaði upp grein sem skrifuð var um Bald­ur og eig­in­mann hans, Fel­ix Bergs­son, á Heim­ild­inni.

Í greininni sagði grein­ar­höf­und­ur það ekki sæma for­seta­embætt­inu að hafa sam­kyn­hneigt par á Bessa­stöðum.

„Hvort sem mér yrði treyst fyr­ir embætt­inu eða ekki þá að minnsta kosti vona ég að ég geti rutt braut­ina fyr­ir annað hinseg­in fólk sem kem­ur kannski í kjöl­farið, þannig að það þurfi ekki að svara spurningum um það hvort að hommi geti orðið forseti Íslands. Eða svarað spurningum hvort að kyn þess skipti máli,“ sagði Baldur.

Hægt er að horfa á spurninguna og svarið í myndskeiðinu hér að ofan.

Konur þurfi ekki að réttlæta sitt framboð

Bald­ur vísaði í kosn­inga­bar­áttu Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur og umræðuna sem spannst um að ein­stæð móðir sækt­ist eft­ir for­seta­embætt­inu.

Sagði hann að þær konur sem séu í framboði núna hafi ekki þurft að réttlæta það að þær séu í framboði, þökk sé baráttu Vigdísar á sínum tíma.

Hér að neðan má sjá fundinn í heild sinni:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert