Flugvirki lagði ríkið endanlega

Flugvirkinn lagði ríkið á þremur dómstigum.
Flugvirkinn lagði ríkið á þremur dómstigum.

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ferðalög flugvirkja, sem vann hjá Samgöngustofu árið 2018, teljist til vinnustunda.

Staðfesti Hæstiréttur þar dóm Landsréttar sem hafði dæmt á þann veg að ferðatími teldist til vinnustunda. Málið hefur verið sagt geta haft fordæmisgefandi gildi fyrir íslenskan vinnumarkað. 

Flugvirkinn hafði ferðast tvívegist til Austurlanda nær árið 2018 en hafði ekki fengið greitt þær vinnustundir sem það tók hann að koma sér á milli staða utan hefðbundins vinnutíma. Fór hann í mál við íslenska ríkið á þeirri forsendu. 

Héraðsdómur, Landsréttur og Hæstiréttur á sama máli 

Málið hafði verið tekið fyrir í héraðsdómi sem komst að þeirri niðurstöðu að ferðatíminn ætti að teljast til vinnustunda að frádregnum 40 mínútum á sem var áætlaður ferðatími starfsmannsins til og frá vinnu alla jafna.

Landsréttur staðfesti dóminn en taldi að ekki bæri að draga frá áætlaðan tíma sem það tók starfsmanninn að fara í og úr vinnu á hefðbundnum degi. 

Hæstiréttur tók undir þessi sjónarmið í dómnum og vísaði þar til dóma sem fallið hefðu á vettvangi EFTA sem byggja á EES samningnum. 

Málsatvik eru þannig að maðurinn er flugvirki hjá Samgöngustofu. Hefðbundinn vinnutími hans er frá 8-16 á virkum dögum en vegna vinnu sinnar þarf hann að fara í eftirlitsferðir til útlanda.

Töldu tíma utan dagvinnu ekki vinnutíma

Samgöngustofa hefur miðað við að á ferðadögum sé skilað átta stunda vinnudegi þegar farið er á virkum dögum. Ef ferðast er um helgar eða á helgidögum hefur stofnunin veitt frídag á launum á móti. Jafnframt hefur stofnunin greitt flugvirkjum ferðaálag í samræmi við kjarasamning. Til viðbótar þessu hafa flugvirkjar gert þá kröfu að til vinnutíma teljist tíminn allt frá brottför að heiman þar til komið er á hótel erlendis og það sama gildi þegar ferðast er aftur til Íslands. Ágreiningurinn lýtur því að ferðatíma fyrir og eftir átta stunda dagvinnu á virkum dögum en stofnunin hefur ekki talið tíma utan dagvinnu til vinnutíma.

Hann hafði gefið upp vinnustundafjölda sem miðaðist við ferðatíma en ekki einungis virkum vinnustundum. Þetta féllst Samgöngustofa ekki á stefndi flugvirkinn ríkinu í framhaldinu. 

Niðurstaðan féll flugvirkjanum í hag og var ríkinu gert að greiða honum um milljón krónur í málskostnað. 

Dómur Hæstaréttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert