Tóku niður íslenska vefsíðu í samstarfi við FBI

Aðgerðinni var stýrt af bandarísku alríkislögreglunni.
Aðgerðinni var stýrt af bandarísku alríkislögreglunni. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð á dögunum þar sem tekin var niður vefsíðan breachforums.is sem var meðal annars notuð til að selja stolin gögn úr innbrotum í tölvukerfi.

Um var að ræða skipulagða brotastarfsemi, sem sneri að peningaþvætti, hylmingu og fleiru og fóru viðskiptin fram með rafeyri, að því er segir í tilkynningu.

Aðgerðin, sem var stýrt af bandarísku alríkislögreglunni (FBI), var unnin í samvinnu yfirvalda í sjö löndum.

Hér heima naut lögreglan aðstoðar frá Internet á Íslandi, ISNIC. Málið féll undir að vera misnotkun á íslenskum innviðum og var aðgerðin liður í að verja þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert