Hrina stórra skjálfta á Reykjaneshrygg

Reykjanesviti við ysta odda Reykjanesskaga. Undan skaganum rís hryggur sem …
Reykjanesviti við ysta odda Reykjanesskaga. Undan skaganum rís hryggur sem liggur suður eftir Atlantshafi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vart hefur orðið við aðra skjálftahrinu á Reykjaneshrygg, djúpt suður af Íslandi. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 13.53 í gær og mældist 5,4 að stærð.

Annar reið yfir á sömu mínútu og mældist að stærðinni 5,3. Fleiri hafa fylgt í kjölfarið, stærstur þeirra 5,0 að stærð.

Skjálftahrinan er á Reykjaneshrygg.
Skjálftahrinan er á Reykjaneshrygg. Kort/USGS

Fleiri hrinur í desember

Hrinan er ekki sú fyrsta til að verða á svæðinu á tiltölulega skömmum tíma. Greint var frá öðrum hrinum stórra skjálfta á mbl.is í desember.

Kunna hrinurnar að vera merki um sam­bæri­leg­an at­b­urð við þá sem átt hafa sér stað á Reykjanesskaga að undanförnu, að sögn Ármanns Hösk­ulds­sonar, pró­fess­ors í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, sem benti á þetta í desember.

Þarna liggi eitt mik­il­væg­asta þver­brota­beltið í Norður-Atlants­hafi, Big­ht-þver­brota­beltið, en sprungu­kerfi þess sýni gliðnun­ar­stefnu fleka­móta Norður-Am­er­íkuflek­ans og Evr­asíuflek­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert