Ekkert lát á hrinu stórra skjálfta suður af Íslandi

Reykjanesviti. Undir hafinu í framhaldi tekur við mikill hryggur, sem …
Reykjanesviti. Undir hafinu í framhaldi tekur við mikill hryggur, sem teygir sig langt í suður á milli heimsálfanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikil skjálftahrina heldur enn áfram á Reykjaneshrygg, undir hafinu suðvestur af Reykjanesskaga.

Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna flokkar skjálftana sem skjálfta á Reykjaneshrygg, en svo nefnist Norður-Atlantshafshryggurinn þar sem hann kemur undan Reykjanestá.

Kortið sýnir staðsetningu skjálftanna á hryggnum.
Kortið sýnir staðsetningu skjálftanna á hryggnum. Kort/USGS

Tiltölulega afmarkað svæði

Alls hafa fjórtán stórir skjálftar mælst á tiltölulega afmörkuðu svæði á hryggnum, tæplega þúsund kílómetra suður af Íslandi, undanfarinn sólarhring.

Stærstu skjálftarnir hafa mælst 5,2 að stærð en sá minnsti af stærðinni 4,6. Smærri skjálftar kunna mögulega ekki að finnast sökum fjarlægðar frá jarðskjálftamælum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert