Tímamörk á sakamálarannsóknum

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður.
Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingmenn úr fimm þingflokkum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að lögum um meðferð sakamála verði breytt. Er m.a. lagt til að rannsókn slíkra mála megi ekki standa lengur en eitt ár en dómstólar geti þó heimilað framlengingu á rannsókn að uppfylltum tilteknum skilyrðum en þó megi rannsóknin ekki standa lengur en fimm ár.

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hennar eru flutningsmenn úr Sjálfstæðisflokki, Pírötum, Viðreisn, Flokki fólksins og Framsóknarflokki.

Í frumvarpinu er m.a. lagt til að sé rannsókn hafin á sakamáli sé lögreglu skylt að hætta henni ef ekki þykir grundvöllur til að halda henni áfram, svo sem ef í ljós kemur að kæra hefur ekki verið á rökum reist. Jafnframt geti lögregla hætt rannsókn máls ef brot er smávægilegt og fyrirsjáanlegt er að rannsóknin muni hafa í för með sér óeðlilega mikla fyrirhöfn og kostnað.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert