Mörg fyrirtæki að skoða stöðu sína

Páll Rúnar Kristjánsson hæstaréttarlögmaður skoðar réttarstöðu fyrirtækja gagnvart skipafélögunum.
Páll Rúnar Kristjánsson hæstaréttarlögmaður skoðar réttarstöðu fyrirtækja gagnvart skipafélögunum. Samsett mynd

„Nú eru mörg fyrirtæki að skoða stöðu sína og þegar farin að taka fyrstu skref í þá átt að leita réttar síns,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson hæstaréttarlögmaður í samtali við mbl.is um áætlað tjón af völdum skipafélaganna Eimskips og Samskipa sem Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR fjalla um um í sameiginlegri fréttatilkynningu.

Segir Páll að mörgu að huga í málinu.

„Fyrsta skrefið er náttúrulega að afla allra gagna og fá heildstæða mynd af tjóninu,“ segir hann og bætir því við að framhaldið verði svo ákveðið en það muni ganga út á að fá tjónið bætt hvernig svo sem gengið verði eftir því.

Sumt einfalt – annað flóknara

Aðspurður kveður hann hlutaðeigandi fyrirtæki í mismunandi stöðu og erfitt sé að áætla hve langan tíma taki að fá mynd af tjóni hvers og eins með krónutölu.

„Sumir eru með tiltölulega einföld mál og aðrir flóknari,“ segir Páll og bætir því við aðspurður að hópmálsókn komi ekki til greina á þessum vettvangi.

Þá segist hann ekki vita um heildarfjölda þeirra fyrirtækja sem telji sig hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins en þau séu nokkur sem hann hafi á sinni könnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert