Samskip stefna Eimskip

Eimskip gerði sátt við Samkeppniseftirlitið sumarið 2021.
Eimskip gerði sátt við Samkeppniseftirlitið sumarið 2021. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eimskip barst í dag stefna frá Samskipum þar sem stjórnarformanni og forstjóra Eimskips er stefnt til viðurkenningar á bótaskyldu án fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip til Kauphallarinnar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa Samskip stefnt Eimskipum fyrir rangar sakagiftir. Eimskip gerði sem kunnugt er sátt við Samkeppniseftirlitið sumarið 2021, eftir að bæði félög höfðu verið til rannsóknar vegna meintra samkeppnisbrota í tæpan áratug. Sáttin fól í sér að Eimskip viðurkenndi hluta brotanna og greiddi um 1,5 milljarða króna í stjórnvaldssekt.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintum brotum Samskipa hélt áfram og lauk með því að félagið var sl. haust sektað um 4,2 milljarða króna. Stór hluti af niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins byggði á sátt Eimskips við eftirlitið tveimur árum áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK