Hallgrímur var líklega ekki holdsveikur

Hallgrímur orti sálmana ódauðlegu í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Hallgrímur orti sálmana ódauðlegu í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. mbl.is/Brynjólfur Löve

Margt bendir til þess að Hallgrímur Pétursson, prestur og sálmaskáld, hafi ekki verið holdsveikur eins og gjarnan er haldið fram þegar ævi hans og störf eru rakin.

Þetta er mat sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar sem nú býr í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, bænum þar sem Hallgrímur orti sálmana ódauðlegu.

350 ár frá andláti

„Hallgrímur var mjög vel menntaður maður, hann vissi nákvæmlega um það að holdsveiki er mjög smitandi en það varð engin breyting á heimilishögum Hallgríms með þessum sjúkdómi,“ segir Kristján Valur og segir það benda til þess að það hafi verið fremur skyrbjúgur eða jafnvel psoriasis sem hrjáði klerkinn.

Hallgrímur lést 27. október 1674 og því eru í ár 350 ár frá því að hann lést. Af því tilefni hefur Hollvinafélag Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd verið stofnað.

Í hlaðvarpsviðtali vegna hringferðar Morgunblaðsins, sem að hluta er rakið í Sunnudagsblaðinu í dag, segir Margrét Bóasdóttir eiginkona Kristjáns Vals frá áformum félagsins. Öflugur hópur fólks hefur brett upp ermar í þágu þessa sögustaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert