Lénið katrinjakobs.is stofnað

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Arnþór Birkisson

Stofnað hefur verið lénið katrinjakobs.is. Var það gert 26. mars á þessu ári, samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðu Internets á Íslandi hf. (ISNIC).

Margir hafa velt því fyrir sér hvort að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætli sér í framboð til embættis forseta Íslands.

Óvíst er hvort að skráning lénsins tengist því, en rétthafi katrinjakobs.is er sá sami og er skráður greiðandi fyrir katrinjakobsdottir.is sem varð til 11. október 2006.

Uppfært:

Nokkuð víst er að Katrín hafi sjálf stofnað nýja lénið 26. mars, því vefsíðan katrinjakobsdottir.is hefur verið notað af henni í gegnum tíðina eins og sjá má á skjáskoti hér að neðan.

Ekki hefur náðst í Katrínu í dag vegna nýju síðunnar.

Svona leit vefsíðan katrinjakobsdottir.is út í janúar 2007, ekki svo …
Svona leit vefsíðan katrinjakobsdottir.is út í janúar 2007, ekki svo löngu eftir að síðan var stofnuð. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert