Beðið eftir Katrínu

Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eftir fund ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum.
Svandís Svavarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eftir fund ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum. mbl.is/Unnur Karen

Ákvörðunar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um hvort hún hyggist gefa kost á sér í forsetakjöri er nú beðið í ofvæni, enda myndi framboð hennar hafa víðtæk áhrif.

Þingmenn í bæði stjórnarliði og stjórnarandstöðu bollaleggja nú hvaða afleiðingar mögulegt forsetaframboð hennar kunni að hafa á landsstjórnina og pólitíska framvindu út kjörtímabilið. Ljóst er að hverfi Katrín úr stjórnarráðinu kallar það á mikla uppstokkun í ríkisstjórn.

Gengið út frá framboði

Meðal þingmanna sem Morgunblaðið ræddi við telja menn að fátt geti komið í veg fyrir forsetaframboð Katrínar úr því sem komið er. Hún hafi ekki mikinn tíma, þing kemur saman á ný 8. apríl, og hún þurfi að segja af eða á fyrir það.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert