Undirbúa útboð lýðheilsuaðgerða

Sjúkratryggingar Íslands.
Sjúkratryggingar Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

Sjúkratryggingar áforma að ganga til samninga við heilbrigðisfyrirtæki á einkamarkaði um lýðheilsutengdar aðgerðir, en auglýsing þar um var birt á vef Sjúkratrygginga í byrjun mars sl. Þar var óskað eftir því að aðilar sem hafi burði og getu til að taka að sér að framkvæma slíkar aðgerðir sendi erindi þess efnis til Sjúkratrygginga.

Lýðheilsutengdar aðgerðir eru samheiti yfir aðgerðir sem eru þess eðlis að stök skurðaðgerð dugi til að bæta heilsu einstaklings til virkni og stóraukinna lífsgæða.

Aðgerðirnar sem undir þennan flokk falla eru liðskiptaaðgerðir á hné og mjöðm, kviðsjáraðgerðir vegna endómetríósu, bæði minni aðgerðir og stærri, þ.m.t. legnám. Einnig aðgerðir á baki vegna brjóskloss eða þrenginga í mænugöngum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert