Endurskipulagning Múlalundar í breyttu umhverfi

Verkstjórar hafa þungar áhyggjur af afdrifum starfsfólksins.
Verkstjórar hafa þungar áhyggjur af afdrifum starfsfólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Endurskipulagning er hafin á starfsemi Múlalundar, vinnustofu SÍBS, í breyttu umhverfi. Þetta segir Sveinn Guðmundsson, formaður stjórnar SÍBS. Um reksturinn verður stofnað félag og ráðgast verður við færan rekstrarmann.

Verkstjórar á Múlalundi hafa þungar áhyggjur af afdrifum starfsfólks og segja ferlið, sem leitt er af ráðgjöfum Vinnumálastofnunar, ganga á ógnarhraða en deildarstjóri á ráðgjafar- og vinnumiðlunarsviði stofnunarinnar segir að haft verði að leiðarljósi að finna fólki fjölbreytt störf með áherslu á starfsþróun.

Forstjóri fyrirtækis sem sækist eftir starfskröftum af Múlalundi segir afskaplega sorglegt að verið sé að loka vinnustofunni og stór viðskiptavinur Múlalundar mun sakna starfseminnar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert