35 manns með fötlun fái ný störf

Múlalundur.
Múlalundur. mbl.is/Golli

Áætlað er að ríkið láti af fjárveitingum til Múlalundar, vinnustofu SÍBS, í óbreyttri mynd og ljóst að breytingar verða gerðar á rekstrinum.

Þeir 35 sem starfa í 15 stöðugildum á Múlalundi og eru með skerta starfsgetu fá önnur störf á almennum vinnumarkaði. Sú vinna er hafin í gegnum úrræði Vinnumálastofnunar, atvinnu með stuðningi.

Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar, segir nokkurn aðdraganda að vendingunum. Á sínum tíma hafi ákvæði um kostnaðarþátttöku ríkisins í verndaðri vinnu verið fellt út úr lögum um málefni fatlaðra. Segir hann fjárlagaliðinn, verndaða vinnu, ekki hafa verið í tengslum við raunveruleikann undanfarin ár og ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert