Fluttur með sjúkraflugi á Landspítalann

Þyrla Gæslunnar sinnti sjúkraflutningi fyrr í dag.
Þyrla Gæslunnar sinnti sjúkraflutningi fyrr í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í morgun skammt frá Laxá í Leirársveit við afleggjarann inn í Hvalfjörð vegna alvarlegra veikinda. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Þyrla gæslunnar lenti á Landspítalann í Fossvogi fyrir skömmu. 

Vísir greindi fyrst frá en mikill viðbúnaður var við Vesturlandsveg skammt frá Kjalarnesi þar sem sjúkrabílar og lögreglumenn voru á staðnum og umferð stöðvuð. 

Uppfært 13:58 Í upphaflegri frétt stóð að þyrlan hefði verið kölluð út í Borgarfjörð. Það hefur verið leiðrétt og var þyrlan kölluð út skammt frá Laxá í Leirársveit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert