Geta kóðað sjúkraskýrslur á íslensku

Þeir Haraldur Orri Hauksson og Hafsteinn Einarsson sjást hér taka …
Þeir Haraldur Orri Hauksson og Hafsteinn Einarsson sjást hér taka við viðurkenningu úr hendi Jóns Atla Benediktssonar. Ljósmynd/Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson

„Markmiðið er að við getum þróað lausnir sem byggjast á þessu mállíkani, eins og þegar læknar skrifa skýrslur að þá fái þeir meðmæli um hvaða kóða sé hægt að hengja við skýrslurnar. Þannig færi minni tími í leit og minni líkur eru á því að villur séu í þessari kóðun. Þetta er sérstaklega mikilvægt núna þar sem fjármögnun Landspítalans er að miklu leyti orðin árangurstengd og þá skiptir máli að allt sé rétt skráð þannig að það sé hægt að halda utan um hvað var gert. Það er ekki hægt að fletta því öllu upp í texta eftir á, það þarf að skrá þetta allt með formlegum hætti,” segir Hafsteinn Einarsson, lektor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.

Hann hannaði ásamt Haraldi Orra Haukssyni, meistaranema við ETH-háskólann í Zürich, sjálfvirkt kerfi sem getur kóðað sjúkraskýrslur á íslensku samkvæmt alþjóðlegu ICD-kóðunarkerfi.

Snýst verkefnið „Sjálfvirk kóðun á íslenskum sjúkraskrám“ um að þróa áðurnefnt kerfi með notkun íslenskra mállíkana. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert