Stjórnarsamstarfið og Júró-Brynjar í brennidepli

Hanna Katrín Friðriksson, Elliði Vignisson, Brynjar Níelsson og Kolbrún Bergþórsdóttir …
Hanna Katrín Friðriksson, Elliði Vignisson, Brynjar Níelsson og Kolbrún Bergþórsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum dagsins. Samsett mynd

Endurnýjað stjórnarsamstarf verður í brennidepli í Spursmálum í dag þegar þau Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, mæta í settið og ræða nýmyndað ríkisstjórnarsamstarf til hlítar. Stjórnarsamstarfið hefur hlotið þó nokkra gagnrýni frá því það var myndað á methraða og kynnt síðastliðinn þriðjudag.  

Þátturinn verður sýndur í beinu streymi hér á mbl.is á slaginu 14.

Yfirferð á fréttum vikunnar verður í sérlega góðum höndum í þætti dagsins. Þau Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður og bókagagnrýnandi, fara yfir helstu fréttir vikunnar og má búast við að mikið fjör færist í leikana þegar þessi tvö mætast. 

Ekki missa af Spursmálum hér á mbl.is kl. 14 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert