Atkvæði utan kjörfundar í fangelsi og á stofnunum

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum, stofnunum …
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hægt verður í næstu viku að greiða atkvæði utan kjörfundar vegna forsetakosninganna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. 

Nú þegar er hægt að greiða utankjörfundaratkvæði í Holtagörðum.

Tímasetningar og staðsetningar eru eftirfarandi: 

Fangelsið á Hólmsheiði
Mánudaginn 13. maí, kl. 15:00-17:00.
Laugardaginn 1. júní kl. 10:00 – 11:00.

Skjól við Kleppsveg, Reykjavík
Mánudaginn 13. maí, kl. 14:00-16:00.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús Landakot
Mánudaginn 13. maí, kl. 15:00-18:00.

Hjúkrunarheimilið Hamrar, Mosfellsbæ
Þriðjudaginn 14. maí kl. 14:00-16:00.

Droplaugarstaðir við Snorrabraut, Reykjavík
Þriðjudaginn 14. maí, kl. 15:00-17:00.

Skógarbær við Árskóga, Reykjavík
Þriðjudaginn 14. maí, kl. 15:30-17:00.

Hjúkrunarheimilið Ísafold, Garðabæ
Miðvikudaginn 16. maí, kl. 15:00-17:00.

Seljahlíð, Hjallaseli 55, Reykjavík
Miðvikudaginn 15. maí, kl. 15:00-18:00.

Hrafnista Boðaþing, Kópavogi
Miðvikudaginn 15. maí, kl. 15:30-17:00.

Kleppsspítali, Reykjavík
Fimmtudaginn 15. maí, kl. 15:00-16:00.

Hrafnista Hafnarfirði
Fimmtudaginn 16. maí, 14:00-18:00.

Sunnuhlíð, Kópavogi
Fimmtudaginn 16. maí, kl. 15:00-17:00.

Eir við Hlíðarhús í Grafarvogi, Reykjavík
Föstudaginn 17. maí, kl. 13:00-16:00.

Hjúkrunarheimilið Sóltún, Reykjavík
Föstudaginn 17. maí, kl. 13:00-16:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert