Nýi ráðgjafinn leggur til spurningu fyrir frambjóðendur

Kon­ráð hef­ur verið ráðinn aðstoðarmaður rík­is­stjórn­ar og mun hann bera …
Kon­ráð hef­ur verið ráðinn aðstoðarmaður rík­is­stjórn­ar og mun hann bera starfstitil­inn efna­hags­ráðgjafi rík­is­stjórn­ar. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Konráð S. Guðjónsson, sem var ráðinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar í dag, hefur lagt til spurningu fyrir næstu kappræður sem forsetaframbjóðendurnir taka þátt í.

„Styður þú við þá stefnu íslenskra stjórnvalda, sem er staðfest með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi, um að Ísland styðji við Úkraínu, með því sem þarf, gegn árás Rússlands á bæði Úkraínu og það kerfi sem tilvist okkar byggir á?“ leggur Konráð til í færslu á X, áður Twitter.

Konráð lét fylgja með hlekk á skoðanapistil sem skrifaður var af Bjarna Má Magnússyni, prófessor og deildarforseta lagadeildar Háskólans á Bifröst, á Vísi.

For­seta­fram­bjóð­endur undir á­hrifum Kreml­verja?

Greinin hans Bjarna ber heitið Forsetaframbjóðendur undir áhrifum Kremlverja? og var hún birt í kjölfar kappræðna á Stöð 2 í gær.

„Í sjónvarpskappræðum í gær virtust nokkrir frambjóðendur telja að Ísland væri hlutlaust ríki. Það er efnislega rangt. Ísland hvarf endanlega frá hlutleysisstefnu sinni, sem lýst er í 19. gr. sambandslagasamningsins frá 1918, þann 14. júní 1941 með herverndarsamningnum við Bandaríkin. Það þýðir að íslenska lýðveldið hefur aldrei talist hlutlaust,“ skrifar Bjarni og bætir við:

„Í því samhengi má jafnframt hafa í huga að Ísland er stofnaðili að öflugasta hernaðarbandalagi allra tíma, Atlantshafsbandalaginu og er því langt frá því að vera hlutlaust ríki. Með þessari aðild tekur Ísland sér stöðu með þeim ríkjum heims sem standa vörð um vestræn gildi; svo sem lýðræði, mannréttindi og réttarríkið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka