Lífsgæðakjarnar í þróun á fjórum stöðum í Reykjavík

Borgarstjóri Reykjavíkur og framkvæmdasjóri Klasa undirrita viljayfirlýsingu.
Borgarstjóri Reykjavíkur og framkvæmdasjóri Klasa undirrita viljayfirlýsingu. Ljósmynd/Aðsend

Reykjavíkurborg stefnir á að byggja á þriðja þúsund íbúða, auk hjúkrunarrýma, í sérstökum lífsgæðakjörnum fyrir eldri borgara og verða þeir staðsettir víða um Reykjavík. Með þessu er verið að þróa nýja nálgun er varðar húsnæði og þjónustu fyrir eldri borgara með tilliti til breyttar aldurssamsetningar þjóðarinnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Kallað var eftir samstarfsaðilum um þróun og uppbyggingu á lífsgæðakjörnum í maí í fyrra en nú hefur verið samið við teymi frá Klasa, Þorpinu vistfélagi, Þingvangi og Reitum. 

Á föstudag skrifaði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, undir viljayfirlýsingar um uppbyggingu á fyrrnefndum kjörnum og verða þeir á fjórum stöðum í borginni, ef upp gengur: Breiðhöfða 10 eða Norður-Mjódd, Stórhöfða 9, Köllunarklettsvegi 3 og Hlésgötu 1 og Loftleiðasvæðinu við Nauthólsveg. Í kjörnunum muni íbúar hafa aðgang að húsnæði og fjölbreyttri þjónustu. 

Stefnt er að því að meta hvort mögulegt sé að byggja lífsgæðakjarnanna upp á fyrrnefndum stöðum og komast að niðurstöðu innan sex mánaða frá undirritun viljayfirlýsinga. Verður niðurstaðan síðan lögð fyrir sérstakan starfshóp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka