Skúrir á vestanverðu landinu

Spákortið á hádegi í dag.
Spákortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Spáð er suðvestan 5 til 13 metrum á sekúndu í dag. Skúrir verða á vestanverðu landinu en hægari vindur og bjart með köflum fyrir austan.

Lægir og þurrt að kalla í nótt og í fyrramálið. Gengur í suðaustan 8-13 m/s með rigningu síðdegis, fyrst suðvestantil, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi.

Hiti verður á bilinu 4 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert