Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn mynda meirihluta í Árborg

Stefanía Katrín Karlsdóttir.
Stefanía Katrín Karlsdóttir.

Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Árborg á kjörtímabilinu. Stefanía Katrín Karlsdóttir, fyrrverandi rektor Tækniháskóla Íslands, hefur verið ráðin bæjarstjóri.

Framsóknarflokkur fer með embætti forseta bæjarstjórnar á kjörtímabilinu og verður Þorvaldur Guðmundsson forseti. Sjálfstæðisflokkur fer með embætti formanns bæjaráðs á kjörtímabilinu og verður Þórunn Jóna Hauksdóttir formaður bæjarráðs fyrsta starfsárið og Eyþór Arnalds þaðan í frá.

Samkomulag er um skiptingu embætta og nefnda og málefnasamningur flokkanna tveggja verður kynntur í næstu viku.

Stefanía Katrín er fjörutíu og tveggja ára, viðskiptafræðingur að mennt. Hún skipaði átjánda sæti á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum um síðustu helgi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert