17 gefa kost á sér í forvali VG í Norðaustur-kjördæmi

Alls hafa sautján gefið kost á sér í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðaustur kjördæmi en framboðsfrestur rann út 5. nóvember. Einnig hafa fjölmargir aðilar haft samband við uppstillinganefnd og lýst áhuga sínum á að skipa eitthvert af neðri sætum listans.

Í tilkynningu kemur fram að forvalið fer fram með póstkosningu og hafa kjörseðlar nú verið sendir til allra félagsmanna. Festur til að skila inn kjörseðlum er til 20. nóvember.

Uppstillinganefnd mun hafa úrslit forvalsins til leiðbeiningar við röðun á framboðslista sem verður lagður fram og endanlega ákveðinn á kjördæmisþingi í desember.

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér til að skipa eitthvert af 6 efstu sætum listans:
Anna Margrét Birgisdóttir, Ásbjörn Björgvinsson, Ásmundur Páll Hjaltason, Bjarkey Gunnarsdóttir, Björn Valur Gíslason, Finnur Dellsén, Hlynur Hallsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Jóhanna Gísladóttir, Jón Kristófer Arnarson, Jósep Helgason, Klara Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Trausti Aðalsteinsson, Þorsteinn Bergsson, Þórunn Ólafsdóttir og Þuríður Backman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert