Úrslit liggja fyrir hjá sjálfstæðismönnum í Suðvesturkjördæmi

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skoða tölur í prófkjöri …
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skoða tölur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Ómar

Úrslit liggja nú fyrir í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, sem fór fram í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, endaði í 1. sæti, Bjarni Benediktsson, alþingismaður í 2. sæti, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi, í 3. sæti, Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri, í 4. sæti, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, í 5. sæti og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri, í 6. sæti.

Alls greiddu 6409 atkvæði í prófkjörinu, eða 55% af flokksbundnum sjálfstæðismönnum í kjördæminu og voru úrslitin því bindandi. Gild atkvæði voru 6174.

Þorgerður Katrín fékk 5002 atkvæði í 1. sætið eða rúmlega 81% gildra atkvæða. Bjarni fékk 5432 atkvæði í 1.-2. sæti en hann fékk flest atkvæði í prófkjörinu í heild eða 5876 talsins. Ármann fékk 2595 atkvæði í 1.-3. sæti, Jón fékk 2425 atkvæði í 1.-4. sæti, Ragnheiður Elín 3303 atkvæði í 1.-5. sæti og Ragnheiður Ríkharðsdóttir 3513 í 1.-6. sæti. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm þingmenn kjörna í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.

Skipting atkvæða sex efstu í prófkjörinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert