Björk komin í 4. sætið í Suðurkjördæmi

Frambjóðendur hafa fylgst með framvindu mála í Tryggvaskála í kvöld.
Frambjóðendur hafa fylgst með framvindu mála í Tryggvaskála í kvöld. mbl.is/Sig. Jóns.

Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, var komin í 4. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi þegar búið var að telja 3200 atkvæði af um 5200 atkvæðum sem greidd voru. Drífa Hjartardóttir, alþingismaður, sem var í 4. sæti þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn, var hins vegar komin í 6. sætið.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hafði fengið 1733 atkvæði í 1. sæti, Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, hafði fengið 1204 atkvæði í 1.-2. sæti, Kjartan Ólafsson, alþingismaður, hafði fengið 1127 atkvæði í 1.-3. sæti, Björk Guðjónsdóttir 1427 atkvæði í 1.-4. sæti, Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri, 1625 atkvæði í 1.-5. sæti og Drífa Hjartardóttir 1767 atkvæði í 1.-6. sæti.

Aðrir þátttakendur í prófkjörinu voru alþingismennirnir Gunnar Örlygsson og Guðjón Hjörleifsson, Kristján Pálsson, fyrrverandi alþingismaður, Birgitta Jónsdóttir Klasen, náttúrulæknir, Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri, Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarforstjóri og Kári H. Sölmundarson, sölustjóri.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert