Gengið frá framboðslista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi

Valgerður Sverrisdóttir.
Valgerður Sverrisdóttir.

Búið er að ganga frá framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi em kosið var í efstu sætin á aukakjördæmisþingi flokksins á laugardag. Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, sem endaði þar í sjötta sæti, tók ekki sætið og þess vegna færðust þeir sem hlutu sætin fyrir neðan upp um eitt sæti.

Nálægt 400 fulltrúar sátu aukaþingið, og 22 frambjóðendur gáfu kost á sér í tíu sæti á listanum. Alþingismennirnir Valgerður Sverrisdóttir og Birkir Jón Jónsson skipa tvö efstu sæti listans.

Listinn er eftirfarandi.

  1. Valgerður Sverrisdóttir, Grýtubakkahreppi
  2. Birkir Jón Jónsson, Fjallabyggð
  3. Höskuldur Þór Þórhallsson, Akureyri
  4. Huld Aðalbjarnardóttir, Kópaskeri
  5. Jón Björn Hákonarson, Fjarðabyggð
  6. Sigfús Arnar Karlsson, Akureyri
  7. Þórey Birna Jónsdóttir, Borgarfirði-eystri
  8. Borghildur Sverrisdóttir, Vopnafirði
  9. Anna Kolbrún Árnadóttir, Akureyri
  10. Ólafur Níels Eiríksson, Fjarðabyggð
  11. Heiða Hilmarsdóttir, Dalvíkurbyggð
  12. Kristján Þór Magnússon, Húsavík
  13. Líneik Anna Sævarsdóttir, Fjarðabyggð
  14. Stefán Bogi Sveinsson, Fljótsdalshéraði
  15. Árný Hulda Sæmundsdóttir, Mývatnssveit
  16. Haukur Halldórsson, Svalbarðsstrandarhreppi
  17. Skúli Björn Gunnarsson, Fljótsdalshéraði
  18. Katrín Freysdóttir, Fjallabyggð
  19. Jóhannes Bjarnason, Akureyri
  20. Jón Kristjánsson, Fljótsdalshéraði.
  • mbl.is

    Bloggað um fréttina

    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert