Ingibjörgu Sólrúnu boðið á landsfund sænska Jafnaðarmannafloksins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Sverrir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, verður heiðursgestur á landsfundi sænska Jafnaðarmannaflokksins, sem haldinn verður í Folkets hus í Stokkhólmi á laugardag. Þar verður lýst kjöri Monu Sahlin í embætti formanns flokksins en hún tekur við formennsku af Göran Persson fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar.

Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir, að kjör Monu Sahlin marki söguleg tímamót því þar með séu konur í fyrsta sinn í meirihluta formanna norrænu jafnaðarflokkanna.   Formaður danska jafnaðarflokksins er Helle Thorning Schmidt en hún verður annar heiðursgestur landsfundarins.

Kjöri formanns verður lýst á hádegi á laugardag og munu Ingibjörg Sólrún og Helle Thorning ávarpa samkomuna í kjölfar hátíðarræðu hins nýkjörna formanns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert