Auglýsingakostnaður stjórnmálaflokkanna takmarkaður við 28 milljónir

Framkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna eru nálagt því að undirrita samkomulag um að takmarka auglýsingar í fjölmiðlum fyrir kosningarnar í vor. Samkvæmt heimildarmanni Fréttavefjar Morgunblaðsins verður stjórnmálaflokkunum ekki meinað að birta auglýsingar í fjölmiðlum síðustu vikuna fyrir kosningar en heildarkostnaður af því má að öllum líkindum ekki fara yfir 28 milljónir króna.

Framsóknarflokkurinn mun hafa viljað 35 milljón króna þak á auglýsingakostnaðinn, Samfylkingin vildi miða við 30 milljónir en hinir flokkarnir stungu upp á 15 til 20 milljónum.

Talið er að ekkert þak verði sett á auglýsingar í landshlutamiðlum. Reiknað er með að gengið verði frá nokkrum lausum endum í samkomulaginu í dag og reynt verður að tilkynna fjölmiðlum lokaniðurstöðuna seinni partinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert