28 milljóna króna mark sett á auglýsingakostnað flokkanna

Samið hefur verið um hámark heildarkostnaðar við auglýsingar flokkanna sem …
Samið hefur verið um hámark heildarkostnaðar við auglýsingar flokkanna sem sæti eiga á Alþingi. Morgunblaðið/ Sverrir

Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafa gert með sér samkomulag um að takmarka auglýsingakostnað í aðdraganda alþingiskosninganna, en samkvæmt því á má heildarkostnaður hvers flokks ekki verða hærri en 28 milljónir króna. Á það við um auglýsingabirtingar í dagblöðum og ljósvakamiðlum á landsvísu.

Jafnframt var samið um að óháður aðili verði fenginn til að hafa eftirlit með framkvæmdinni. Samkomulagið á rætur að rekja til laga um starfsemi stjórnmálaflokkanna sem samþykkt voru á Alþingi fyrir áramót, um að gera fjármál flokkanna opinber og gegnsæ. Þar eru settar skorður við fjáröflun flokkanna meðal lögaðila og einstaklinga en ríkisframlög hækkuð til samræmis. Hið nýja samkomulag er hið fyrsta sem stjórnmálaflokkar gera með sér síðan 1991 og er leið þeirra til að koma böndum á útgjöld vegna kosningabaráttunnar, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert