Ingibjörg Sólrún: Áframhaldandi útrás hlýtur að kalla á myntbreytingu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Alþingi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Alþingi. Sverrir Vilhelmsson

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður samfylkingarinnar, sagði á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í morgun að það komi mjög á óvart að aldrei skuli vera minnst á Evrópusambandið og evruna í umræðum á vegum atvinnulífsins um áframhaldandi útrás íslenskra fyrirtækja. Sagði hún þetta svo áberandi að ekki sé laust við að henni finnist þessir aðilar fara í kring um þessa hluti eins og heitan graut. Öllu máli skipti að jafnvægi komist á í efnahagsmálum og að það gerist ekki með krónunni þar sem takmörk séu fyrir því hvað fjármálafyrirtæki geti stækkað mikið erlendis séu þau með hlutabréf sín í mynnt sem markaðurinn treysti ekki. Áframhaldandi útrás íslenskra fyrirtækja hljóti því að kalla á myntbreytingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert