Afgangur af rekstri Samfylkingarinnar

Frá landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll.
Frá landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll. mbl.is/Árni Sæberg

Ársreikningar Samfylkingarinnar voru samþykktir á landsfundi flokksins í morgun með rúmlega 63 milljóna króna afgangi. Segir flokkurinn að sá rekstarafgangur geri meira en standa undir afborgunum flokksins af langtímaskuldum.

Við stofnun Samfylkingarinnar yfirtók hún skuldir þeirra flokka sem stóðu að stofnun hennar upp á rúmar 45 milljónir króna. Þessar skuldir hafa verið greiddar niður jafnt og þétt samkvæmt áætlun og var staða þeirra rúmar 17 milljónir króna um síðustu áramót. Segir flokkurinn, að fjárhagsleg staða Samfylkingarinnar hafi því styrkst mikið á undanförnum tveimur árum og aldrei verið betri en nú.

Ársreikningarnir eru birtir á heimasíðu flokksins.

Vefur Samfylkingarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert