Hart deilt um meðferð tillögu um eftirlaunafrumvarp

Frá landsþingi Samfylkingarinnar í dag.
Frá landsþingi Samfylkingarinnar í dag. mbl.is/Golli

Kristrún Heimisdóttir, formaður allsherjarnefndar Samfylkingarinnar, mælti fyrir hönd nefndarinnar eindregið gegn því á landsfundi Samfylkingarinnar í dag að tillaga Valgerðar Bjarnadóttur um eftirlaunafrumvarp yrði tekin til efnislegrar umræðu á fundinum. Gengið var til atkvæða um málið og var tillagan felld með 70 atkvæðum gegn 61.

Sagði Kristrún tillögu um efnisumfjöllun upphaflega hafa verið vísað frá á þeim grundvelli að hún hafi verið sett fram í formi lagafrumvarps og slíkt sé ekki í samræmi við starfshefðir flokksins. Hún telji hins vegar að vilji flokksins í málinu hafi komið mjög skýrt fram á fundinum, m.a. í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns flokksins í gær.

Flutningsmenn og stuðningsmenn tillögunnar mótmæltu því harðlega að tillagan skyldi ekki tekin til efnislegrar umræðu á fundinum og var því m.a. haldið fram að þetta myndi leiða til þess að fylgi flokksins eigi eftir að hrapa úr rúmum 18% í 13% á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert