Frjálslyndir vilja 150 þúsund króna skattleysismörk fyrir lágtekjurfólk

Frjálslyndi flokkurinn vill, að persónuafsláttur í tekjuskattskerfinu verði að verðgildi miðað við neysluverðsvísitölu eins og hann var í upphafi staðgreiðslunnar 1988. Til þess þarf að hækka skattleysismörk úr 90 þúsund krónum í 112 þúsund krónur á mánuði.

Þá leggur flokkurinn til, að sérstök hækkun skattleysismarka er lögð til fyrir lágtekjufólk, þannig að þau verða 150 þúsund krónur á mánuði fyrir þá sem hafi árstekjur undir 1800 þúsund krónum og lækka síðan úr 150 þúsund krónum niður í 122 þúsund krónur við 3 milljóna króna árstekjur.

Þá vill flokkurinn, að tekjur lífeyrisþega úr lífeyrissjóði verði skattlagðar sem fjármagnstekjur og dregið verði úr tekjutengingu barnabóta. Fallið verði frá tengingu elli- og örorkulífeyrisþega við tekjur maka og frítekjumark atvinnutekna verði hækkað í 1 milljón króna.

Í heilbrigðismálum leggur flokkurinn til, að byggð veri 1000 ný hjúkrunarrými, dregið verði úr innheimtu þjónustugjalda í heilbrigðisþjónustunni, málefni aldraðra færð með heimahjúkrun til sveitarfélaga, komið verði upp umönnunarbótum fyrir aðstandenda og vini aldraðra, almennar tannlækningar barna að 18 ára aldri verði þeim að kostnaðarlausu og að foreldrar lagnveikra barna fái sérstakan stuðning.

Flokkurinn segir, að tillögurnar séu fjármagnaðar með vaxandi tekjum ríkisins miðað við 2% árlegan hagvöxt, tekjur af leigu og sölu veiðiheimilda og hagræðingu og niðurskurði í rekstri ríkisins, einkum fækkun ráðuneyta og endurskoðun stofnanakerfisins í framhaldi af því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert