Þokkaleg kjörsókn í Norðaustur-, Norðvestur- og Suðurkjördæmi

Frá kjörstað á Akureyri í morgun.
Frá kjörstað á Akureyri í morgun. mbl.is/Þórhallur Jónsson

Hjá yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis á Oddeyrarskólanum á Akureyri fengust þær upplýsingar að kjörsókn væri góð og að 13,09% hefðu núþegar greitt atkvæði í kjördæminu eða 1620 manns af þeim 12.375 sem eru á kjörskrá. Í Norðvesturkjördæmi var ekki búið að taka saman tölur úr öllu kjördæminu en á Akranesi voru 23,3% búin að kjósa, í Borgarbyggð 18% og í Ísafjarðarbæ 17%.

Í Suðurkjördæmi voru tölur ekki búnar að skila sér úr öllu kjördæminu klukkan tólf en á Selfossi voru 15,36% búin að kjósa og í Skaftárhreppi 16,6% og 11% í Hrunamannahreppi.

Frá kjörstað á Selfossi.
Frá kjörstað á Selfossi. mbl.is/Sig. Jóns.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert