Geir og Ingibjörg ræðast við síðdegis

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munu hittast í Alþingishúsinu nú síðdegis og ræða um möguleika á að flokkar þeirra taki upp ríkisstjórnarsamstarf. Geir og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, tilkynntu í dag að þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að áframhaldandi samstarf þessara flokka væri ekki vænlegt í ljósi þess að þeir hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á Alþingi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert