Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra

Björgvin G. Sigurðsson, Kristján L. Möller og Róbert Marshall á …
Björgvin G. Sigurðsson, Kristján L. Möller og Róbert Marshall á fundinum í gærkvöldi. mynd/stokkseyri.is

Róbert Marshall, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, verður aðstoðarmaður Kristjáns L. Möller samgönguráðherra. Kristján tilkynnti þetta á fundi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem haldinn var í Inghól á Selfossi í gærkvöldi.

Fram kemur á vefnum Stokkseyri.is, að ákvörðunin um að Róbert yrði aðstaðarmaður samgönguráðherra Kristjáns var handsöluð í bíl samgönguráðherra á Hellisheiðinni á leiðinni til fundarinns á Selfossi.

Á fundinum lýsti Kristján miklum vilja til þess að ákvarðanir um að tvöfalda Suðurlandsveg um Hellisheiði yrðu forgangsmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert