Rætt um framtíð stjórnarinnar

Enn standa yfir þingflokksfundir stjórnarflokkanna tveggja þar sem rætt er um stöðu stjórnarsamstarfsins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, neitar því að samið hafi verið um myndun minnihlutastjórnar flokksins og Samfylkingarinnar með stuðningi Framsóknarflokks.

Steingrímur neitar því þó ekki að óformlegar þreifingar hafi farið fram en ítrekar að engar formlegar viðræður hafi átt sér stað milli flokkanna um annarskonar ríkisstjórnarkosti þótt tvær hugmyndir hafi verið, annarsvegar um þjóðstjórn og hins vegar minnihlutastjórn. En fyrst þurfi að fá botn í hvort ríkisstjórnin situr eða fer frá.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að enginn hefði farið formlega fram á það við flokkinn að veita minnihlutastjórn hlutleysi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert